Elvar Þór Karls­son hefur verið ráðinn for­stöðu­maður fyrir­tækja­ráð­gjafar Lands­bankans og mun hefja störf í vetur.

Í til­kynningu frá bankanum segir að Elvar hafi víð­tæka reynslu af störfum á fjár­mála­markaði en frá árinu 2018 starfaði hann sem verk­efna­stjóri í fyrir­tækja­ráð­gjöf hjá Ís­lands­banka.

Elvar Þór Karls­son hefur verið ráðinn for­stöðu­maður fyrir­tækja­ráð­gjafar Lands­bankans og mun hefja störf í vetur.

Í til­kynningu frá bankanum segir að Elvar hafi víð­tæka reynslu af störfum á fjár­mála­markaði en frá árinu 2018 starfaði hann sem verk­efna­stjóri í fyrir­tækja­ráð­gjöf hjá Ís­lands­banka.

Þar kom hann meðal annars að kaupa- og sölu­ferli fyrir­tækja, sam­runum, fjár­hags­legri endur­skipu­lagningu fyrir­tækja og fjár­mögnun þeirra. Þar áður stundaði Elvar eigin fyrir­tækja­rekstur.

Elvar lauk BSc-gráðu í við­skipta­fræði frá Há­skólanum í Reykja­vík árið 2017 og lauk lög­gildingu í verð­bréfa­miðlun sama ár.

Hann lauk síðan MCF-gráðu í fjár­málum fyrir­tækja árið 2021 frá Há­skólanum í Reykja­vík.