Elvar Þór Karlsson hefur verið ráðinn forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans og mun hefja störf í vetur.
Í tilkynningu frá bankanum segir að Elvar hafi víðtæka reynslu af störfum á fjármálamarkaði en frá árinu 2018 starfaði hann sem verkefnastjóri í fyrirtækjaráðgjöf hjá Íslandsbanka.
Þar kom hann meðal annars að kaupa- og söluferli fyrirtækja, samrunum, fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækja og fjármögnun þeirra. Þar áður stundaði Elvar eigin fyrirtækjarekstur.
Elvar lauk BSc-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2017 og lauk löggildingu í verðbréfamiðlun sama ár.
Hann lauk síðan MCF-gráðu í fjármálum fyrirtækja árið 2021 frá Háskólanum í Reykjavík.