Reynir Jónsson, fjármálastjóri Iceland Seafood International (ISI), hefur ákveðið að láta af störfum hjá félaginu. Reynir mun sinna starfinu út mars næstkomandi. ISI hefur hafið leit að nýjum fjármálastjóra, að því er kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Reynir Jónsson, fjármálastjóri Iceland Seafood International (ISI), hefur ákveðið að láta af störfum hjá félaginu. Reynir mun sinna starfinu út mars næstkomandi. ISI hefur hafið leit að nýjum fjármálastjóra, að því er kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Reynir tók við sem fjármálastjóri Iceland Seafood árið 2013. Hann starfaði áður sem stjórnandi á ráðgjafasviði og meðeigandi hjá Deloitte í fimm ár. Þar áður var hann yfir bókhaldssviði HB Granda, sem heitir í dag Brim.

„Reynir hefur starfað sem fjármálastjóri Iceland Seafood samstæðunnar í yfir 10 ár. Á þessum árum hefur Iceland Seafood vaxið verulega og byggt upp sterka stöðu á evrópska markaðnum. Ég vil þakka Reyni fyrir framlag sitt og gott starf fyrir fyrirtækið á þessum tíma,“ segir Ægir Páll Friðbertsson, forstjóri Iceland Seafood.