Kristjana Thors Brynjólfsdóttir hefur verið ráðin Þróunarstjóri Sjónvarpslausna hjá Sýn. Hún mun leiða framþróun og umbreytingu sjónvarpsdreifingar, viðmóta og sjónvarpsupplifunar hjá Sýn.

Hún hefur meðal annars starfað sem rekstrarstjóri streymisveitunnar Discovery og hjá Warner Bros Discovery í Noregi og Finnlandi síðustu 3 ár. Þar á undan var hún 7 ár hjá Viaplay í Noregi, síðast sem yfirmaður erlends dagskrárefnis og áætlunar fyrir sjónvarp.

Páll Jónsson Forstöðumaður Fjölmiðlalausna Sýnar segir að það sé mikill fengur að fá Kristjönu til liðs við Sýn, það eru spennandi tímar fram undan í framþróun á upplifun í viðmóti og dreifingu á sjónvarpslausnum framtíðarinnar fyrir viðskiptavini Sýnar.

„Kristjana kemur með gríðarlega reynslu og víðtækan bakgrunn í fjölmiðla og afþreyingariðnaðinum. Hennar djúpa þekking og nálgun gera hana að frábærum liðstyrk í þá sóknarvegferð sem Sýn er á,“ segir Páll.