Gunnar Tryggvason verkfræðingur hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Oddnýjar Harðardóttur fjármálaráðherra.

Gunnar er með B.Sc. gráðu í rafmagnsverkfræði frá Háskóla Íslands, Dipl.Ing. gráðu í raforkuverkfræði frá Háskólanum í Karlsruhe í Þýskalandi og diplomagráðu í viðskipta- og rekstrarfræði frá Endurmenntunarstofnun HÍ.

Hann hefur undanfarin tvö ár starfað sem sérfræðingur hjá KPMG á sviði orkuiðnaðar. Gunnar er kvæntur Úlfhildi Leifsdóttur tannlækni og eiga þau sex börn.