Steypustöðin hefur ráðið Jónínu Þóru Einarsdóttur í starf leiðtoga sjálfbærni-, öryggis og gæðamála hjá félaginu. Hún hefur þegar hafið störf hjá fyrirtækinu.

Jónína hefur undanfarin ár starfað á byggðatæknisviði hjá VSB Verkfræðistofu þar sem hún hefur komið að fjölmörgum verkefnum ásamt því að vinna að umhverfisstefnu stofunnar. Hún er með MSc í byggingaverkfræði frá DTU í Danmörku.

„Það er mikill fengur að fá Jónínu í sterkasta liðið hjá Steypustöðinni,” segir Björn Ingi Victorsson forstjóri Steypustöðvarinnar.

Jónína hefur réttindi sem BREEAM matsmaður sem stuðlar að sjálfbærum framkvæmdum í byggingariðnaði á Íslandi. Hún hefur tekið þátt í BREEAM nýbyggingavottunarverkefnum á Íslandi í störfum sínum og brennur fyrir umhverfisvænni byggingum.

„Reynsla Jónínu kemur til með að nýtast Steypustöðinni gríðarlega vel í þeirri vegferð sem fyrirtækið er á í átt að sjálfbærari framtíð í steypuiðnaðinum á Íslandi,“ segir Björn að lokum.