Rakel Ósk Þorgeirsdóttir og Kristjana G. Kristjánsson hafa verið ráðnar til Orange Project. Rakel mun gegna stöðu þjónustustjóra Orange Project auk þess sem hún mun verða sýningarstjóri Gallery O sem rekið er á veggjum Orange-skrifstofuhótelanna. Kristjana er nýr viðskiptastjóri fyrirtækisins auk þess sem hún hefur umsjón með bókhaldsþjónustu þess.
Í fréttatilkynningu frá Orange Project segir að Kristjana er B.S. í fjármálafræði og B.A. Í stjórnmálafræði frá University of Florida og með M.Sc. - gráðu í fjármálahagfræði frá Háskóla Íslands. Hún starfaði um skeið hjá Kroll Inc. í Washington D.C. Og hjá Kroll Inc. á Íslandi aðstoði hún við rannsókn á frávikum og óeðlilegum millifærslum í aðdragandanum að hruni Glitnis fyrir skilanefnd Glitnis. Síðast var hún markaðs og auglýsingaráðgjafi tískutímaritsins Glamour.
Rakel hefur meðal annars starfað hjá Discovery Networks Nordic í Danmörku og sinnt bókhaldi hjá Netnames A/S og DSB ejendomme A/S. Nú síðast var Rakel sölustjóri og aðstoðarmaður framkvæmdarstjóra hjá Skapandi Samfélag.
Kristjana G. Kristjánsson.