Hörður Már Jónsson hefur tekið við sem forstöðumaður stafrænnar þróunar hjá Krónunni. Hörður hóf störf hjá Krónunni fyrir tæpum fjórum árum og á þátt í uppbyggingu snjallra þjónustulausna hjá matvöruversluninni.

Í tilkynningu segir að Hörður muni leiða áframhaldandi þróun og innleiðingu á stafrænum lausnum Krónunnar ásamt því að styrkja stafræna innviði félagsins.

Áður en Hörður hóf störf hjá Krónunni starfaði hann meðal annars sem ráðgjafi og meðeigandi hjá Expectus og Capacent á sviði viðskiptagreindar og áætlunargerðar. Þá leiddi hann einnig viðskiptagreind og gagnastrúktur hjá Wow air. Hörður er tölvunarfræðingur frá Háskóla Íslands.

Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar:

„Hörður hefur tekið þátt í þróun og rekstri Snjallverslunar Krónunnar frá upphafi. Hann hefur, ásamt okkar öfluga snjallteymi, séð til þess að Krónan er leiðandi í snjöllum lausnum á matvörumarkaði. Við erum í stöðugri þróun og hlökkum til að vinna áfram náið með Herði að öllum þeim krefjandi og spennandi verkefnum sem framundan eru. Við bjóðum hann innilega velkominn í forstöðumannahópinn og hlökkum til áframhaldandi öflugs samstarfs.“

Hörður Már Jónsson:

„Við viljum að Krónan sé snjöll og að lausnir okkar einfaldi viðskiptavinum lífið. Verkefnið er mikilvægt og ég er spenntur fyrir því að þróa stafrænu þjónustuna áfram. Við byrjuðum með heimsendingar í COVID og urðum að hlaupa hratt til að koma þeim á laggirnar. Það hefur gengið vel og viðskiptavinir eru ánægðir með þá þjónustu. Við horfum björtum augum til framtíðar og teljum að Snjallverslunin haldi áfram að stækka og auðvelda viðskiptavinum okkar að nýta sér þjónustu Krónunnar.“