María Ingibjörg Jónsdóttir hefur verið ráðin fjármálastjóri Háskólans í Reykjavík en hún hefur yfir tveggja áratuga reynslu af fjármálastjórnun hér heima og erlendis.

Hún hefur meðal annars starfað hjá HPP Solutions og Héðni í Hafnarfirði, Cavotec í Noregi og Þýskalandi og Tern og Mekka Wines & Spirits hér á landi.

María er þar að auki viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands.

Í starfinu felst daglegur rekstur fjármálasviðs háskólans, umsjón og ábyrgð á rekstri bókhalds, áætlunargerð og eftirfylgni, uppgjörum og umbótastarfi sviðsins.

Fjármálastjóri hefur jafnframt umsjón með gerð ársreikninga skólans, dótturfélaga og tengdra félaga, ásamt því að sjá um margvíslega upplýsingagjöf, greiningarvinnu og ráðgjöf til starfsfólks og stjórnenda.