Áhugi Ingva á markaðsmálum kviknaði þegar hann var í menntaskóla en þá tók hann markaðsfræðiáfanga við Verzlunarskóla Íslands. Fagið höfðaði strax til hans og þótti honum spennandi hvernig markaðsfræðin blandaði saman myndrænni sköpun og samskiptum.

Eftir útskrift fór hann í viðskiptafræði við Bifröst þar sem hann naut lífsins á heimavist í Borgarfirði. Þegar því námi lauk fór hann á vinnumarkað en ákvað svo að skella sér í markaðsfræði í alþjóðaviðskiptum hjá Háskóla Íslands og eftir það var ekki aftur snúið.

„Ég er búinn að vera í markaðsmálum hjá ýmsum fyrirtækjum síðan ég útskrifaðist og hef veið svo heppinn að vinna hjá nokkrum frábærum fyrirtækjum. Ég byrjaði ferilinn hjá hugbúnaðarfyrirtækinu LS Retail og var þar í tvö ár. Svo fór ég yfir til Skeljungs sem markaðssérfræðingur því ég vildi kynnast einstaklingsmarkaðnum.“

Ingvi segir að það hafi verið mikið fjör á þeim tíma en um það leyti opnaði Costco og var mikil samkeppni um afslætti og fleira á markaðnum. Eftir að því ævintýri lauk færði hann sig yfir á Torg ehf. sem sá um útgáfu Fréttablaðsins. Þar lærði Ingvi meðal annars grafíska hönnun og vann eins og eins manns markaðsdeild.

Nánar er fjallað um Ingva Örn í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast viðtalið í heild sinni hér.