Matthías Ólafsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Methanól stofnunarinnar í Evrópu.
Matthías mun leiða starfsemi stofnunarinnar í Evrópu en hún þjónar sem alþjóðleg rödd metanóliðnarðarins. Hún hefur einnig starfsemi í Singapúr, Washington, D.C., Brussel, Peking og Delí
Áður gegndi Matthías stöðu verkefnastjóra almannatengsla hjá sömu stofnun en þar áður starfaði hann sem sérfræðingur á sviði sölu- og markaðsmála hjá eMethanól framleiðandanum Carbon Recycling International.
Í tilkynningu frá stofnunni segir Gregory Dolan, forstjóri Mathanól stofnunarinnar, „við erum ánægð að fá Matthías í þetta leiðtogahlutverk. Hann hefur þegar sýnt árangur við að framkvæma áætlanir sem hafa verið lykillinn að því að styrkja viðveru okkar í Brussel á tímum reglubreytinga í geiranum. Ég er viss um að viðleitni Matthíasar mun verða til þess að magna rödd okkar um alla Evrópu.“