Lyfjafyrirtækið Alvogen réð nýlega til sín þrjá nýja starfsmenn. Tæplega 50 starfsmenn starfa í dag hjá fyrirtækinu hér á landi og alls um 2.000 starfsmenn í 34 löndum.

Starfsfólk fyrirtækisins á Íslandi sinnir ýmsum verkefnum fyrir markaði félagsins, m.a. á sviði fjármála, gæðamála, markaðs- og kynningarmála. Auk þess vinna fjölmargir starfsmenn fyrirtækisins á Íslandi að byggingu Hátækniseturs og framþróun félagsins á sviði liftækni.

Guðmundur Örn Óskarsson var í október s.l. ráðinn sem framkvæmdastjóri upplýsingatækni. Hann hefur yfir 10 ára reynslu af stefnumótun og rekstri upplýsingatækni í alþjóðlegu umhverfi.

Guðmundur mun bera ábyrgð á að styðja við alþjóðlegan vöxt fyrirtækisins með hagkvæmum og umfram allt öruggum lausnum á sviði upplýsingatækni. Undanfarin 10 ár starfaði hann hjá stoðtækjafyrirtækinu Össur og tók þátt í að byggja upp félagið á alþjóðavísu. Guðmundur er með Masters gráðu (M.Sc) í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Álaborg, Danmörku.

María Krstín Þrastardóttir
María Krstín Þrastardóttir

María Kristín Þrastardóttir.

María Kristín Þrastardóttir hefur verið ráðin sem sérfræðingur á fjármálasviði.  María er með Cand Oceon gráðu í reikningshaldi og endurskoðun frá Háskóla Íslands og hefur síðastliðin 10 ár starfað hjá Deloitte. Þar starfaði hún við endurskoðun og reikningsskil og í nýju starfi mun María sinna ýmsum verkefnum í bókhaldi og fjárhagsuppgjörum.

Sigríður Ólafsdóttir
Sigríður Ólafsdóttir

Sigríður Ólafsdóttir.

Sigríður Ólafsdóttir hefur einnig verið ráðin sem sérfræðingur á fjármálasviði. Hún er með MS gráðu í fjármálum frá Háskóla Íslands og BS gráðu í viðskiptafræði frá sama skóla. Sigríður hefur undanfarin ár starfað við fjármálastjórn og rekstur fyrirtækja en hefur einnig reynslu af áhættustýringu og fyrirtækjaráðgjöf hjá Kaupþingi og Nýja Kaupþing banka. Sigríður mun halda utan um lánastarfsemi milli dótturfélaga Alvogen ásamt öðrum verkefnum.