Ný stjórn var kosin á aðalfundi S4S í maí síðastliðnum og nýtt skipurit tók gildi hjá félaginu í kjölfarið.

Runólfur Sanders er nýr framkvæmdastjóri S4S ehf. Hann hefur verið fjármálastjóri félagsins frá því snemma árs 2022, en mun nú ásamt því verða framkvæmdastjóri félagsins. Arnar Sigurðarson verður framkvæmdastjóri dótturfélagsins S4S Tæki ehf. Pétur Þór Halldórsson stofnandi og einn af eigendum S4S verður áfram forstjóri samstæðunnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Áður en Runólfur gekk til liðs við S4S, starfaði hann hjá Deloitte þar sem hann var einn af eigendum félagsins og stýrði þar ráðgjöf á sviði kaup, sölu og fjármögnun fyrirtækja. Runólfur er með MSc gráðu í fjármálum fyrirtækja.

Ný stjórn var kosin á aðalfundi S4S í maí síðastliðnum og nýtt skipurit tók gildi hjá félaginu í kjölfarið.

Runólfur Sanders er nýr framkvæmdastjóri S4S ehf. Hann hefur verið fjármálastjóri félagsins frá því snemma árs 2022, en mun nú ásamt því verða framkvæmdastjóri félagsins. Arnar Sigurðarson verður framkvæmdastjóri dótturfélagsins S4S Tæki ehf. Pétur Þór Halldórsson stofnandi og einn af eigendum S4S verður áfram forstjóri samstæðunnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Áður en Runólfur gekk til liðs við S4S, starfaði hann hjá Deloitte þar sem hann var einn af eigendum félagsins og stýrði þar ráðgjöf á sviði kaup, sölu og fjármögnun fyrirtækja. Runólfur er með MSc gráðu í fjármálum fyrirtækja.

Arnar Sigurðarson hefur starfað hjá S4S Tækjum (áður Ellingsen ehf) frá árinu 2017. Hann var áður rekstrarsjóri hjá Bílaleigunni Ísak og ferðaskrifstofunni Isafold Travel. Arnar er með BSc gráðu í hagfræði.

Um S4S

S4S er eitt stærsta smásölufyrirtæki landsins. Félagið rekur verslanirnar Steinar Waage, Kaupfélagið, AIR, Ecco, Skechers og og Ellingsen í Reykjavík og á Akureyri, sem og nýtt S4S Premium Outlet í Holtagörðum. Þá eru í samstæðunni einnig netverslanirnar Skór.is, Ellingsen.is, Air.is og Rafhjólasetur.is. Ennfremur rekur félagið BRP Ellingsen (S4S Tæki) sem sérhæfir sig í sölu og þjónustu á fjórhjólum, sæþotum og buggy bílum.