Skúli Valberg Ólafsson hefur gengið til liðs við sænska ráðgjafarfyrirtækið Beringer Finance AB. Skúli, sem verður hluthafi í félaginu, mun taka sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins og sinna stefnumótun og uppbyggingu þess sem COO hjá sænska móðurfélaginu ásamt því að sinna fyrirtækjaráðgjöf fyrir viðskiptavini.

Skúli var áður framkvæmdastjóri hjá Straumi-Burðarási fjárfestingabanka. Þá hefur hann rekið fjölbreytt ráðgjafar- og fjárfestingaverkefni m.a. fyrir Raiffeisen Bank í Austurríki og veitt fjölda innlendra og erlendra fyrirtækja rekstrar- og fjármögnunarráðgjöf, sinnt stjórnarstörfum, nýsköpun, skipulagningu og uppbyggingu fyrirtækja.

Skúli nam iðnaðar- og kerfisverkfræði í University of Florida og stefnumótandi áætlanagerð í Edinburgh Business School. Skúli er kvæntur Aðalbjörgu E. Halldórsdóttur viðskiptafræðingi og eiga þau saman þrjú börn.