Már Másson hefur víðtæka reynslu á sviði samskiptamála, stefnumótunar og rekstrar. Undanfarið hefur hann starfað sem framkvæmdastjóri Mikluborgar en á árunum 2016-2022 vann hann hjá Bláa lóninu, lengst af sem framkvæmdastjóri viðskipta- og rekstrarsviðs.

Hann hefur nú gengið til liðs við ráðgjafafyrirtækið Athygli og bætist samtímis í eigendahóp félagsins en það var Björn Richard, fyrrum samstarfsmaður Más úr Glitni, sem setti hann í samband við Kolbein Marteinsson hjá Athygli.

Már hóf fyrst störf hjá Viðskiptaráði eftir að hafa klárað iðnrekstrarfræði við Tækniháskólann árið 1996. Þremur árum seinna flutti hann til Kaupmannahafnar og var ráðinn viðskiptafulltrúi íslenska sendiráðsins á tímum mikils uppgangs í íslensku atvinnulífi

„Það var mjög skemmtilegur tími og oftar en ekki þurfti ég að svara fyrir útrás Íslendinga til Danmerkur og víðar í fjölmiðlum en Danir höfðu allt í hornum sér gagnvart framtakssemi íslenskra fyrirtækja. Ég vann einnig þétt með smærri íslenskum fyrirtækjum sem voru að leita hófanna með viðskipti á danskri grundu og að taka fyrstu skrefin í útflutningi.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast viðtalið í heild sinni hér.