Hörn Valdimarsdóttir, næsti rekstrarstjóri Defend Iceland, segir að við fyrstu sjón myndu fæstir myndu giska á að hún væri hakkari. Hún lærði sálfræði í háskóla og tók síðan master í mannauðsstjórnun áður en hún færði sig yfir í heim tölvuþrjóta.

Verkefnið Defend Iceland er villuveiðigátt sem vinnur að því að koma í veg fyrir innbrot í net-, tölvu- og hugbúnaðarkerfi fyrirtækja og stofnana.

Hörn Valdimarsdóttir, næsti rekstrarstjóri Defend Iceland, segir að við fyrstu sjón myndu fæstir myndu giska á að hún væri hakkari. Hún lærði sálfræði í háskóla og tók síðan master í mannauðsstjórnun áður en hún færði sig yfir í heim tölvuþrjóta.

Verkefnið Defend Iceland er villuveiðigátt sem vinnur að því að koma í veg fyrir innbrot í net-, tölvu- og hugbúnaðarkerfi fyrirtækja og stofnana.

„Árið 2022 byrjaði ég að vinna hjá Syndis og eftir ár fékk ég tækifæri til að taka þátt í að hakka fyrirtæki á mannlegan hátt, því ég er ekki tæknilegur hakkari. Ég er þó með þessa sálfræðigráðu og get þannig hakkað fólk með því að spila á það.“

Hörn hakkar fólk í eigin persónu eða í gegnum símtal. Fyrirtækin greiða fyrir þjónustuna í því skyni að efla öryggi en hún segist hafa hakkað íslenskt fyrirtæki og náði að gera það með aðeins sjö mínútna símtali.

Nánar er fjallað um Hörn Valdimarsdóttur í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta lesið viðtalið í heild sinni hér.