Þórdís Anna Oddsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármála hjá 66°Norður og hefur þegar hafið störf.

Hún kemur til 66°Norður frá Landsvirkjun þar sem hún hefur starfað sem forstöðumaður fjárstýringar síðan í árslok 2021. Fyrir það starfaði Þórdís í fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka og þar hjá Icelandair sem forstöðumaður tekjustýringar hjá flugfélaginu.

„Það eru virkilega spennandi tímar fram undan hjá 66°Norður og ógrynni af tækifærum. Ég hlakka til að taka þátt í áframhaldandi vexti félagsins í hópi úrvals samstarfsfólks,“ segir Þórdís.

Hún er með MS gráðu í iðnaðarverkfræði frá Georgia Institute of Technology í Atlanta, Bandaríkjunum og BS gráðu í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands. Þórdís hefur einnig lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

„Það er ánægjuefni að fá Þórdísi í stjórnendateymi félagsins en hún býr yfir mikilli reynslu af fjármálamörkuðum, bæði hér heima og erlendis, sem mun nýtast vel við efl­ingu fyr­ir­tæk­is­ins á alþjóðleg­um mörkuðum á komandi árum,“ segir Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66°Norður.