Anna Sigrún Baldursdóttir lætur af störfum á skrifstofu forstjóra þann 1. október næstkomandi og heldur til starfa á velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Anna Sigrún gegndi stöðu framkvæmdastjóra skrifstofu forstjóra Landspítala.
Þórunn Oddný Steinsdóttir lögfræðingur tekur nú við rekstri skrifstofunnar sem skrifstofustjóri og mun heyra undir forstjóra. Meðal helstu verkefna hennar verða störf vegna nýrrar stjórnar Landspítala sem og framkvæmdastjórnar. Hún mun einnig fást við sjónsýsluleg verkefni skrifstofunnar, nýsköpunarmál, alþjóðlegt samstarf og endurskoðun skjalavistunarmála sem nú stendur yfir.
„Klínísk verkefni sem Anna Sigrún sinnti færast eftir atvikum til framkvæmdastjóra,“ segir í tilkynningu á vef Landspítala. „Eins og kunnugt er stendur yfir vinna við skipulagsbreytingar á Landspítala og verða því við þetta tilefni tímabundnar breytingar á verkefnum og starfsemi skrifstofunnar
Þórunn hefur starfað hjá Landspítala síðustu átta árin sem sérfræðingur, staðgengill skrifstofustjóra og settur skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu. Síðustu mánuði hefur hún unnið að stefnumótun og endurskoðun á löggjöf á sviði stjórnar fiskveiða í matvælaráðuneytinu.