Danska viðskiptaráðuneytið hefur skipað Unni Gunnarsdóttur, sem lét af störfum sem varaseðlabankastjóri Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (FME) fyrir rúmu ári, í stjórn Finanstilsynet, danska fjármálaeftirlitsins. Þetta kemur fram í tilkynningu dönsku stofnunarinnar en Hluthafinn greindi fyrstur íslenskra miðla frá.

Unnur tekur sæti í stjórn Finanstilsynet fyrir Svein Andresen, fyrrum forstöðumanns fjármálastöðugleikanefndar hjá danska seðlabankanum, sem ákvað að hætta eftir sex ára stjórnarsetu.

Danska viðskiptaráðuneytið hefur skipað Unni Gunnarsdóttur, sem lét af störfum sem varaseðlabankastjóri Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (FME) fyrir rúmu ári, í stjórn Finanstilsynet, danska fjármálaeftirlitsins. Þetta kemur fram í tilkynningu dönsku stofnunarinnar en Hluthafinn greindi fyrstur íslenskra miðla frá.

Unnur tekur sæti í stjórn Finanstilsynet fyrir Svein Andresen, fyrrum forstöðumanns fjármálastöðugleikanefndar hjá danska seðlabankanum, sem ákvað að hætta eftir sex ára stjórnarsetu.

„Það er mér sönn ánægja að bjóða Unni velkomna í stjórn danska fjármálaeftirlitsins. Við hlökkum til að njóta reynslu hennar og færni í störfum stjórnarinnar,“ er haft eftir Nina Dietz Legind, stjórnarformanni Finanstilsynet.

Unnur gegndi starfi for­stjóra Fjár­mála­eft­ir­lits­ins (FME) frá árinu 2012 og stöðu vara­seðlabanka­stjóra fjár­mála­eft­ir­lits frá árs­byrj­un 2020 í kjöl­far þess að FME og Seðlabankinn sameinuðust. Áður en hún tók við starfi forstjóra FME hafði hún starfað í sjö ár hjá bankaeftirliti Seðlabankans og í fimm ár sem sérfræðingur í fjármálaþjónustu hjá EFTA-skrifstofunni í Brussel.

Leiðrétt: Fyrirsögn fréttarinnar var röng í upphaflegu útgáfu fréttarinnar. Hún hefur nú verið leiðrétt.