Ný stjórn Landssambands sjálfstæðiskvenna var kjörin á aukaaðalfundi sambandsins sem haldinn var þriðjudaginn 5. apríl. Sjö nýjar konur taka sæti í aðalstjórn og átta í varastjórn. Þá var Vala Pálsdóttir, kjörin formaður Landssambandsins.
Vala starfaði um árabil á RÚV og sem forstöðumaður fjárfestatengsla hjá Íslandsbanka. Vala er með B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og lauk meistaragráðu í alþjóðamarkaðssamskiptum frá Emerson College í Boston í ágúst 2016.
Vala hefur lengi starfað í flokknum, hún var kosningastjóri Ólafar Nordal í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík síðastliðið haust og starfaði með Ólöfu fram yfir alþingiskosningarnar. Stjórnin hefur þegar tekið til starfa og mun sitja fram að næsta aðalfundi að ári.
Auk Völu vöru kjörnar í aðalstjórn:
- Áslaug J. Jensdóttir, Ísafirði
- Bergþóra Þórhallsdóttir, Akureyri
- Dýrunn Pála Skaftadóttir, Neskaupsstað
- Gauja Hálfdánardóttir, Kópavogi
- Herdís Anna Þorvaldsdóttir, Reykjavík
- Ingibjörg Guðmundsdóttir, Reykjavík
- Íris Róbertsdóttir, Vestmannaeyjum
- Jóhanna S. Pálsdóttir, Reykjavík
- Lilja Birgisdóttir, Reykjavík
- Nanna Kristín Tryggvadóttir, Kópavogi
- Sigurrós Þorgrímsdóttir, Kópavogi
- Sirrý Hallgrímsdóttir, Reykjavík
- Svava Þórhildur Hjaltalín, Akureyri
Varastjórn:
- Arndís Kristjánsdóttir, Reykjavík
- Ásta Roth, Reykjavík
- Ásthildur Sturludóttir, Vesturbyggð
- Björg Fenger, Garðabæ
- Elsa Dóra Grétarsdóttir, Reykjavík
- Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, Hafnarfirði
- Halldóra Björk Jónsdóttir, Garðabæ
- Helga Guðný Sigurðardóttir, Kópavogi
- Hulda Guðmunda Óskarsdóttir, Reykjavík
- Jóhanna Hallgrímsdóttir, Reyðarfirði
- Laufey Sif Lárusdóttir, Hveragerði
- Margrét Björnsdóttir, Kópavogi
- Margrét Kristín Sigurðardóttir, Garðabæ
- Sjöfn Þórðardóttir, Seltjarnarnesi