Snorri Jakobsson, greinandi og eigandi Jakobsson Capital, segir síðustu tvö ár hafa verið mjög slæm á íslenska hlutabréfamarkaðnum. Ekkert eitt skýri það hvers vegna markaðurinn hér á landi hefur ekki fylgt þróun erlendis heldur séu nokkrir þættir að baki.

Snorri Jakobsson, greinandi og eigandi Jakobsson Capital, segir síðustu tvö ár hafa verið mjög slæm á íslenska hlutabréfamarkaðnum. Ekkert eitt skýri það hvers vegna markaðurinn hér á landi hefur ekki fylgt þróun erlendis heldur séu nokkrir þættir að baki.

„Hátt vaxtastig er einn þátturinn sem hefur áhrif á þetta, svo er annar þáttur. Það hefur verið mikið framboð af bréfum, og von á miklu framboði þegar hlutafjárútboð Íslandsbanka á sér stað. Svo hefur innkoma erlendra fjárfesta á íslenska markaðinn valdið vonbrigðum, það þarf að vinna miklu skipulegra að því heldur en hefur verið gert, menn hafa bara ekki verið að vinna nógu góða vinnu þar,“ segir Snorri.

Þar að auki bendir Snorri á að frá því að gjaldeyrishöftin voru afnumin hafi lífeyrissjóðir í auknum mæli fjárfest erlendis.

Slæmt fyrir almenning

Til að snúa þróun síðustu ára við sé nauðsynlegt að tryggja meiri þátttöku einstaklinga á markaðnum. Að sögn Snorra hefur það hentað einstaklingum best að fjárfesta í arðgreiðslufélögum.

„Það eru þau sem hafa helst, eins skrýtið og það er, verið ein öruggustu og bestu bréfin, eins og bara fasteignafélögin og bankarnir. Bankarnir eru öðruvísi en var hérna áður, þetta eru mjög traustar stofnanir sem skila öruggu sjóðsflæði, og ég tala nú ekki um fasteignafélögin sem eru á miklu undirverði,“ segir Snorri en eins og verðlagningin á fasteignafélögunum er í dag sé svipað öruggt að kaupa hlutabréf í fasteignafélögunum og að kaupa skuldabréf vegna undirverðlagningar.

Mikil hjarðhegðun sé þó á markaðnum og einstaklingar sérstaklega horft á sögulega ávöxtun.

„Ef bréfin eru búin að lækka mjög mikið þá þora menn ekki að kaupa bréfin. Fyrir almenning þá hafa þessar gríðarlegu lækkanir í svona langan tíma verið mjög slæmar, ef menn ætla að byggja upp traust á þessum markaði.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.