Fjárfestingafélagið Hlér ehf., hagnaðist um rúmlega 1,3 milljarð króna á síðasta ári, samanborið við 1 milljarð króna árið áður.

Fjármunatekjurnar námu 1,35 milljörðum og voru aðrar tekjur rúmlega 70 milljónir króna. Eignir félagsins voru í árslok rúmlega 5,6 milljörðarar króna, en meðal eigna félagsins er rúmlega 3% hlutur í Hampiðjunni. 130 milljónir verða greiddar út í arð til hluthafa. Guðmundur Ásgeirsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Nesskips á 60% hlut í félaginu. Aðrir hluthafar eru þær Kristín Erla Jóhannsdóttir og Sigrún, Soffía og Valrún Guðmundsdætur, sem fara með 10% hlut hver.

Hlér ehf. var aðaleigandi Iceland Travel Assistance, bókunarþjónustu sem fór í gjaldþrot í mars 2018. Kröfur í þrotabúið námu 270 milljónum og alls fengust um 3% upp í lýstar kröfur.

Fréttin birtist fyrst í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðins.