Íslensk verðbréf (ÍV) voru rekin með 216 milljóna króna tapi í fyrra en árið áður skilaði félagið 26 milljóna hagnaði.

Íslensk verðbréf (ÍV) voru rekin með 216 milljóna króna tapi í fyrra en árið áður skilaði félagið 26 milljóna hagnaði.

Tekjur námu 597 milljónum og drógust saman um 491 milljón.

Í síðasta mánuði gekk Skagi, móðurfélag VÍS, frá kaupum á 97% hlut í ÍV fyrir 1,6 milljarða. Fyrirtækjaráðgjöf og sérhæfðar fjárfestingar ÍV voru undanskilin kaupunum.

ÍV var með 97 milljarða í stýringu um síðustu áramót. Jón Helgi Pétursson er starfandi forstjóri ÍV.

Lykiltölur / Íslensk verðbréf

2023 2022
Tekjur 597  1.088
Eignir 1.196  1.250
Eigið fé 733 949
Afkoma -216 26
- í milljónum króna

Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.