Bifreiðaskoðunarfyrirtækið Tékkland hagnaðist um 53 milljónir króna á síðasta ári samanborið við 35,7 milljónir króna árið á undan. Tekjur fyrirtækisins á árinu 2021 námu 317 milljón króna og jukust lítillega milli ára.

Eigið fé í árslok 2021 nam 212,7 milljónum króna miðað við 199 milljónir í árslok 2020. Greiddur var 40 milljón króna arður á síðasta ári, en stjórn félagsins leggur til að ekki verði greiddur út arður á árinu 2022.

Í byrjun og lok árs 2021 voru þrír hluthafar í félaginu. Þeirra á meðal er Birgir Hákonarson, framkvæmdastjóri félagsins, með 5% hlut.

Fréttin er hluti af lengri umfjöllun í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.