365 ehf., sem er í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, hagnaðist um 1,86 milljarða króna á síðasta ári miðað við 257 milljóna hagnað árið 2020.
Mestu munaði um tveggja milljarða hagnað vegna afkomu hlutdeildarfélaga, en þar er stærsta eignin 4,4 milljarða hlutur í Streng Holding, sem varð á síðasta ári stærsti hluthafi Skeljungs, nú Skeljar fjárfestingafélags, auk fasteignafélagsins Kaldalóns. Hlutabréfaverð bæði Skeljungs og Kaldalón hækkaði umtalsvert á síðasta ári.
Fréttin birtist í Viðskiptablaðinu sem kom út í morgun.