Isavia áætlar að ferli við að bjóða út rekstur Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli ljúki í mars 2025 og að nýr aðili taki þá við rekstrinum ef af verður. Þetta kemur fram í ársreikningi skýrslu stjórnar í ársreikningi Fríhafnarinnar, dótturfélagi Isavia.

Viðskiptablaðið greindi frá því í janúar að Isavia hefði auglýst eftir umsóknum vegna forvals fyrir áformað útboð á rekstri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli. Isavia hyggst bjóða út reksturinn til átta ára með möguleika á framlengingu um allt að tvö ár.

Isavia áætlar að ferli við að bjóða út rekstur Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli ljúki í mars 2025 og að nýr aðili taki þá við rekstrinum ef af verður. Þetta kemur fram í ársreikningi skýrslu stjórnar í ársreikningi Fríhafnarinnar, dótturfélagi Isavia.

Viðskiptablaðið greindi frá því í janúar að Isavia hefði auglýst eftir umsóknum vegna forvals fyrir áformað útboð á rekstri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli. Isavia hyggst bjóða út reksturinn til átta ára með möguleika á framlengingu um allt að tvö ár.

„Við erum í rauninni að stíga fyrsta ákveðna skrefið í átt að því að bjóða út Fríhöfnina,“ sagði Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia. Í viðtalinu ræddi hann nánar um ferlið og ávinning Isavia af því að bjóða út rekstur Fríhafnarinnar.

Fríhöfnin hagnast um hálfan milljarð

Fríhöfnin velti 14,8 milljörðum króna árið 2023 sem er um 19% aukning frá árinu 2022.

„Ný komuverslun opnar á fyrsti ársfjórðungi 2024 þar sem þjónusta við viðskiptavini er stórbætt og vonir eru bundnar við að verslunin muni skila Fríhöfninni töluverðri aukningu í sölu,“ segir í ársreikningnum.

Rekstrargjöld jukust um 23% og námu 13,9 milljörðum. Þar af voru laun og annar starfsmannakostnaður rúmir 1,6 milljarðar en meðalfjöldi ársverka var 124.

Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) lækkaði því úr rúmum 1,1 milljarði í 854 milljónir króna milli ára. Hagnaður Fríhafnarinnar eftir skatta nam 501 milljón í fyrra samanborið við 685 milljónir árið áður.

Eignir Fríhafnarinnar námu 3,1 milljarði króna í árslok 2023. Eigið fé var um 1,5 milljarðar og skuldir 1,6 milljarðar.

Lykiltölur / Fríhöfnin ehf.

2023 2022
Tekjur 14.768 12.419
Rekstrargjöld 13.913 11.281
EBITDA 854 1.138
Hagnaður 501 685
Eignir 3.143 2.806
Eigið fé 1.549 1.478
Ársverk 124 105
- í milljónum króna