Menntatæknifyrirtækið Chegg hefur orðið fyrir miklum neikvæðum áhrifum af uppgangi ChatGPT.

Chegg, stofnað árið 2005, hefur notið vinsælda meðal háskólanema í Bandaríkjunum. Þjónustan býður upp á útleigu kennslubóka, aðstoð við heimanám, einkakennslu og yfirlestur ritgerða, svo eitthvað sé nefnt.

En með tilkomu frírrar þjónustu ChatGPT hafa bæði áskrifendafjöldi og hlutabréfavirði Chegg hrunið. Gengi bréfa Chegg lækkað um 85% frá áramótum og um 99% frá byrjun árs 2021.

Frá því að ChatGPT var hleypt af stokkunum í nóvember 2022 hefur Chegg misst yfir hálfa milljón áskrifenda sem greiðir allt að 19,95 dala á mánuði fyrir þjónustu fyrirtækisins. Samkvæmt Wall Street Journal efast skuldabréfamiðlarar um að Chegg muni geta aflað nægilegs fjármagns til að greiða skuldir sínar.