Líftæknifyrirtækið Ísteka ehf. nýtir gjafablóð úr hryssum til framleiðslu á frjósemislyfjum til útflutnings. Félagið velti á síðasta ári tæpum 1,7 milljörðum króna og hagnaðist um 507 milljónir. Eignir félagsins nema um 1,7 milljörðum og er eiginfjárhlutfall þess um 82%. Hjá fyrirtækinu starfa um þrjátíu manns. Aðaleigandi félagsins er Hörður Kristjánsson en Arnþór Guðlaugsson er framkvæmdastjóri.
Síðasta ár gekk rekstur Ísteka sérlega vel. Velta félagsins jókst um 80% milli ára og hagnaður um 81%. „Veltan tók stórt stökk milli 2018 og 2019. Það er að hluta til vegna organísks vaxtar en erlent sérverkefni, sem við tókum að okkur og unnum í fyrra, hafði frekar mikil áhrif á niðurstöðu ársins 2019 og mun líka hafa einhver áhrif á þessu ári,“ segir Arnþór.
Horft lengra aftur er ljóst að fyrirtækið hefur vaxið hratt undanfarin ár. Fyrirtækið hagnaðist um 68 milljónir árið 2016 og hefur afkoman því ríflega sjöfaldast á fjórum árum. „Vöxturinn hefur verið organískur undanfarin tíu ár eða svo, um tíu til tuttugu prósent á ári. Við höfum vaxið með því að kaupa meira hráefni hérna innanlands og vinna úr því. Við höfum verið að stækka verksmiðjuna og fjárfesta í henni til að geta tekið við meira gjafablóði, auk þess að uppfæra alla ferla og fleira.“
Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér . Meðal annars efnis í blaðinu er:
- Þjóðhagsspár haustsins eru bornar saman
- Sigurvegarar Gulleggsins segja frá sigurhugmyndinni - smáforriti sem skiptir húsverkum jafnt milli heimilisfólks
- Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs, sem fjallar um reiðufé og skattskil
- Óðinn skrifar um húsnæðismarkaðinn
- Fréttaskýring um skuldasöfnun hins opinbera næstu árin
- Fjallað er um yfirtökutilboð Samherja á Eimskipi - forstjóri Samherja gerir ekki ráð fyrir að félagið auki hlutdeild sína í Eimskipi í kjölfar þess
- Gert er grein fyrir stöðu hótela á landinu og rætt við framkvæmdastjóra
- Farið er yfir afkomu stærstu líkamsræktarstöðva landsins
- Rætt er við nýjan framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs, Svanhildi Hólm Valsdóttur, um ferilinn og óvæntan frítíma