Samkvæmt nýrri skýrslu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum mun gervigreind koma til með að hafa áhrif á 40% allra starfa í heiminum. Framkvæmdastjóri AGS segir að í flestum tilfellum muni tæknin líklegast auka ójöfnuð.

Með útbreiðslu gervigreindar hafa bæði jákvæð og neikvæð áhrif þess verið í sviðsljósinu.

Sjóðurinn segir að gervigreind muni hafa meiri áhrif á störf í þróuðum hagkerfum, eða um 60%. Í helmingi þessara tilvika geta starfsmenn í þeim löndum búist við því að njóta góðs af samþættingu gervigreindar þar sem tæknin mun auka framleiðni.

Samkvæmt nýrri skýrslu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum mun gervigreind koma til með að hafa áhrif á 40% allra starfa í heiminum. Framkvæmdastjóri AGS segir að í flestum tilfellum muni tæknin líklegast auka ójöfnuð.

Með útbreiðslu gervigreindar hafa bæði jákvæð og neikvæð áhrif þess verið í sviðsljósinu.

Sjóðurinn segir að gervigreind muni hafa meiri áhrif á störf í þróuðum hagkerfum, eða um 60%. Í helmingi þessara tilvika geta starfsmenn í þeim löndum búist við því að njóta góðs af samþættingu gervigreindar þar sem tæknin mun auka framleiðni.

Í öllum öðrum tilfellum mun gervigreind taka við af fólki og mun það draga úr eftirspurn eftir vinnuafli, hafa áhrif á laun og útrýma störfum.

Skýrslan endurspeglar annarri skýrslu frá Goldman Sachs á síðasta ári sem áætlar að gervigreind gæti komið í stað 300 milljóna núverandi stöðugilda en segir þó líka að ný störf gætu orðið til samhliða breytingunni.

Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, sagði í nóvember í fyrra að fólki ætti ekki að hafa áhyggjur af áhrifum gervigreindar þar sem umbætur í menntakerfinu myndu auka færni fólks á nýjum vinnumarkaði.

Kristalina Georgieva, framkvæmdastjóri AGS, segir að mörg lönd hafi ekki innviði eða hæfni til að nýta sér kosti gervigreindar og eykur það líkur á ójöfnuði milli þjóða eftir því sem tíminn líður.

„Það er mikilvægt fyrir lönd að koma á alhliða félagslegu öryggisneti og bjóða upp á endurmenntun fyrir starfsmenn í viðkvæmri stöðu. Með því getum við gert gervigreindarskiptin þannig að þau verndi lifibrauð fólks og dragi úr ójöfnuði,“ segir Kristalina.