Búist er við því að virði skuldabréfa og lánabóka flestra banka vestanhafs hefur lækkað til muna á mill ársfjórðunga. Samkvæmt The Wall Street Journal hafa fjárfestar áhyggjur af annarri bankakrísu þegar árshlutauppgjörin verða birt á næstu dögum.
Seðlabankinn í Bandaríkjunum hækkaði stýrivexti níu sinnum á síðasta ári en þar sem flest lán voru tekin meðan vextir voru lágir hefur virði þeirra lækkað til muna.
Þá hefur öflugt efnahagslíf og stöðugur markaður einnig haft áhrif á virðislækkunina.
Þrátt fyrir að bankarnir selja ekki bréfin eða lánin mun virðislækkun þeirra hafa áhrif á bókhaldið og setja þrýsting á bankakerfið í heild.
Í lok árs 2022 var virðislækkunin í sumum tilfellum meiri en virði bankanna sjálfra. Óöryggi og upphlaup á bankamarkaði leiddi síðan til þess að þrír bankar urðu gjaldþrota í vor.
Fjárfestar leituðu í kjölfarið í ríkisskuldabréf sem lækkaði ávöxtunarkröfur skuldabréfa og hækkaði virði lána á markaði.
Ávöxtunarkrafa á tveggja ára ríkisskuldabréfum hefur hækkað úr 4,06% í lok mars í 4,88%. Ávöxtunarkrafa ríkisskuldabréfa til tíu ára hækkaði úr 3,49% í 3,82% á sama tímabili.