Akureyrarbær auglýsir nýja lóð fyrir allt að 150 herbergja hótel við golfvöllinn á Jaðri. Í tilkynningu frá Akureyrarbæ kemur fram að hin umrædda lóð sé 3.000 fm að stærð á heppilegri staðsetningu.

„Við einn besta golfvöll landsins og útivistarsvæði bæjarins í Naustaborgum og Kjarnaskógi sem bjóða upp á spennandi möguleika árið um kring.“

© Skjáskot (Skjáskot)

Samningur var undirritaður milli Akureyrarbæjar og Golfklúbbs Akureyrar í september í fyrra um afmörkun lóðar fyrir hótelið á svæði suðaustan við núverandi klúbbhús.

Frestur til að skila kauptilboði í gegnum útboðsvef Akureyrarbæjar rennur út 13. mars.