Álverin hér á landi högnuðust samanlagt um rúmlega 46 milljarða króna árið 2021. Þar af hagnaðist Alcoa Fjarðaál um 18,9 milljarða króna, Norðurál Grundartanga um 10,1 milljarða og Rio Tinto á Íslandi um 17,3 milljarða.
Til samanburðar töpuðu álverin samanlagt 19 milljörðum króna árið 2020 og 32 milljörðum árið 2019, en markaðsaðstæður voru afar hagstæðar fyrir álverin á árinu 2021. Heimsmarkaðsverð á áli hækkaði gríðarlega á árinu eftir að hafa fallið um ríflega fimmtung í heimsfaraldrinum.
Fréttin er hluti af lengri umfjöllun í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.