Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,4% í 2,9 milljarða króna veltu á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag. Sautján félög aðalmarkaðarins lækkuðu í viðskiptum dagsins og fimm hækkuðu.

Síminn hækkaði mest af félögum Kauphallarinnar eða um 3,3% í 184 milljóna veltu. Gengi hlutabréfa Símans stendur nú í 9,45 krónum á hlut og er um 3% lægra en í upphafi árs.

Síminn tilkynnti í morgun um að stjórn félagsins hefði ákveðið að hefja endurkaup fyrir allt að 500 milljónir króna að kaupverði, í samræmi við heimild sem hluthafar veittu stjórn á aðalfundi í vor. Kaup samkvæmt endurkaupaáætluninni hófust í dag.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,4% í 2,9 milljarða króna veltu á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag. Sautján félög aðalmarkaðarins lækkuðu í viðskiptum dagsins og fimm hækkuðu.

Síminn hækkaði mest af félögum Kauphallarinnar eða um 3,3% í 184 milljóna veltu. Gengi hlutabréfa Símans stendur nú í 9,45 krónum á hlut og er um 3% lægra en í upphafi árs.

Síminn tilkynnti í morgun um að stjórn félagsins hefði ákveðið að hefja endurkaup fyrir allt að 500 milljónir króna að kaupverði, í samræmi við heimild sem hluthafar veittu stjórn á aðalfundi í vor. Kaup samkvæmt endurkaupaáætluninni hófust í dag.

Líftæknilyfjafyrirtækið Alvotech lækkaði mest af félögum Kauphallarinnar eða um 3,8% í 234 milljóna króna veltu. Gengi hlutabréfa Alvotech stóð í 1.775 krónum á hlut við lokun Kauphallarinnar.

Auk Alvotech lækkaði gengi hlutabréfa fimm annarra félaga aðalmarkaðarins - Nova, Festi, Skaga, Ölgerðarinnar og Síldarvinnslunnar - um meira en 1%.