Tæknirisinn Apple hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á greiðsludreifingu í Bandaríkjunum sem stjórnuð er af fyrirtækinu sjálfu. Þess í stað mun Apple bjóða viðskiptavinum greiðsluáætlanir í gegnum þriðja aðila.

Áætluninni var upprunalega hleypt af stokkunum í fyrra og munu núverandi lántakendur geta haldið áfram að dreifa greiðslum í gegnum Apple Wallet-smáforritið.

Tæknirisinn Apple hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á greiðsludreifingu í Bandaríkjunum sem stjórnuð er af fyrirtækinu sjálfu. Þess í stað mun Apple bjóða viðskiptavinum greiðsluáætlanir í gegnum þriðja aðila.

Áætluninni var upprunalega hleypt af stokkunum í fyrra og munu núverandi lántakendur geta haldið áfram að dreifa greiðslum í gegnum Apple Wallet-smáforritið.

Apple Pay Later leyfði viðskiptavinum til dæmis að dreifa kostnaði á þúsund dala vöru yfir sex vikna tímabil án vaxta eða annarra gjalda. Áætlunin gerði Apple nánast að fjármálafyrirtæki þar sem viðskiptavinir þurftu ekki á aðstoð banka eða annarra lánaveitenda að halda.

Fyrirtækið notaðist við nýtt dótturfélag, Apple Financing, til að veita lánin. Það kom hins vegar á tíma þegar vextir í Bandaríkjunum voru mjög hagstæðir og gerði það lánin meira aðlaðandi.

Nýju greiðslumöguleikar Apple verða aðgengilegir á iOS 18-stýrikerfinu sem kemur væntanlega út síðar á þessu ári.