Eftirspurn eftir iPhone símum í Indlandi hefur aukist gríðarlega á undanförnum misserum. Það skýrist helst af mikilli eftirspurn eftir notuðum iPhone snjallsímum í Indlandi, að því er kemur fram í grein Financial Times.

Notaðir iPhone símar, eða „refurbished“ símar, voru með 11% hlutdeild á þeim markaði í Indlandi í fyrra samaborið við 3% hlutdeild árið 2021.

Eftirspurn eftir iPhone símum í Indlandi hefur aukist gríðarlega á undanförnum misserum. Það skýrist helst af mikilli eftirspurn eftir notuðum iPhone snjallsímum í Indlandi, að því er kemur fram í grein Financial Times.

Notaðir iPhone símar, eða „refurbished“ símar, voru með 11% hlutdeild á þeim markaði í Indlandi í fyrra samaborið við 3% hlutdeild árið 2021.

Þegar kemur að nýjum símum var markaðshlutdeild Apple á indverskum snjallsímamarkaði 5% í fyrra, en var einungis 1% árið 2019.

Eftirspurn eftir nýjum iPhone símum í Indlandi takmarkast af verðmiðanum. Hingað til hafa notaðir símar eða ódýrir kínverskir snjallsímar ráðið lögum og lofum á Indlandsmarkaði.

Apple opnaði sína fyrstu verslun í Indlandi í Mumbai fyrir um tveimur vikum síðan og opnaði aðra í Nýju-Delhí sömu vikuna.

Apple hefur jafnframt aukið framleiðslu sína í Indlandi og á sama tíma leitað leiða til þess að draga úr framleiðslu í Kína.