Apple vonast til að auka sölu á nýjasta iPhone-síma sínum, sem kemur út í september, með því að leggja áherslu á nýjustu gervigreindareiginleika hans. Fyrirtækið er sérstaklega að huga að Kína en salan þar í landi hefur dregist mikið saman undanfarið.

Vandamálið er hins vegar að ChatGPT, gervigreindarforritið sem mun bráðum tengjast Apple-forritinu Siri, er bannað í Kína.

Apple vonast til að auka sölu á nýjasta iPhone-síma sínum, sem kemur út í september, með því að leggja áherslu á nýjustu gervigreindareiginleika hans. Fyrirtækið er sérstaklega að huga að Kína en salan þar í landi hefur dregist mikið saman undanfarið.

Vandamálið er hins vegar að ChatGPT, gervigreindarforritið sem mun bráðum tengjast Apple-forritinu Siri, er bannað í Kína.

Fyrr í þessum mánuði kynnti Apple nýjustu sértækni sína sem kallast Apple Intelligence og tilkynnti þá einnig um samstarf við OpenAi. Samstarfið felur í sér innleiðingu ChatGPT og getur forritið þá svarað fyrir hönd Siri þegar hún þarf á aðstoð að halda við að svara fyrirspurn.

Kína varð ein af fyrstu þjóðum heims til að setja takmarkanir á gervigreindartækni. Í ágúst í fyrra sendi kínverska netráðuneytið út reglugerðir fyrir fyrirtæki sem starfa innan geirans sem vonuðust eftir að fá samþykki frá stjórnvöldum.

Frá og með mars á þessu ári hafa rúmlega 100 gervigreindarforrit verið samþykkt í Kína og eru þau öll hönnuð af kínverskum fyrirtækjum. Apple vonast nú til að finna kínverskan samstarfsaðila áður en síminn kemur út í haust en ekkert samstarf liggur fyrir enn sem komið er.