© BIG (VB MYND/BIG)
Baltasar Kormákur hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarið en nýjasta kvikmynd hans, Contraband, hefur notið mikillar velgengni á undanförnum vikum. Tekjur af myndinni nema nú tæpum 80 milljónum Bandaríkjadala á heimsvísu og allt stefnir í að tekjur af henni fari yfir 100 milljónir dala. Myndin er endurgerð á íslensku kvikmyndinni Reykjavík Rotterdam sem naut mikilla vinsælda hér á landi fyrir örfáum árum. Kostnaður inn við framleiðslu myndarinnar nam um 25 milljónum dala þannig að ljóst er að hagnaðurinn af henni verður a.m.k. um 75 milljónir dala.
Að sögn Baltasars hafa tekjurnar af myndinni farið langt fram úr væntingum. Sigurvíman vegna Contraband varir þó ekki lengi því nú taka við önnur verkefni sem þarf að sinna. Baltasar er þessa dagana að leggja lokahönd á myndina Djúpið. Hún byggir á sannsögulegum atburð um og sundafreki Guðlaugs Friðþórssonar, sem í mars 1984 synti í land eftir að báturinn Hellisey sökk um miðja nótt um 6 km austan af Vestmannaeyjum. Djúpið er stórt verkefni á íslenskum mælikvarða. Baltasar keypti 90 tonna bát og myndin var að mestu tekin úti á sjó.
„Við ákváðum þess vegna að taka þetta bara á hafi úti,“ segir Baltasar. „Þetta var erfitt verk efni, við vorum úti á sjó meira og minna í fimm vikur. Þetta var líka með dýrari verkefnum sem við höfum farið í hér á Íslandi.“
Nánar er rætt við Baltasar Kormák í viðtali í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.