Jerome Powell, seðla­banka­stjóri Banda­ríkjanna, segist á­nægður með hvernig verð­bólgan hefur þróast heima fyrir eftir að hún þokaðist ó­vænt upp á við í apríl.

Powell var gestur á opnum fundi með kollegum sínum í Portúgal en þar sagði hann ekki úti­lokað að vextir yrðu lækkaðir fyrir sumar­lok.

Hann sagðist þó ekki vilja lofa neinu um það en það væri þó á borðinu. „Við höfum náð miklum árangri,“ sagði Powell en The Wall Street Journal greinir frá.

Jerome Powell, seðla­banka­stjóri Banda­ríkjanna, segist á­nægður með hvernig verð­bólgan hefur þróast heima fyrir eftir að hún þokaðist ó­vænt upp á við í apríl.

Powell var gestur á opnum fundi með kollegum sínum í Portúgal en þar sagði hann ekki úti­lokað að vextir yrðu lækkaðir fyrir sumar­lok.

Hann sagðist þó ekki vilja lofa neinu um það en það væri þó á borðinu. „Við höfum náð miklum árangri,“ sagði Powell en The Wall Street Journal greinir frá.

Að mati WSJ voru um­mæli Powell í takti við til­finninguna á markaði þar sem flestir eru hóf­lega bjart­sýnir á að vaxta­lækkun sé handan við hornið.

Hann sagði jafn­framt að efna­hagurinn væri á réttri leið sam­hliða því að verð­bólga væri að hjaðna. Banda­ríkja­menn geta því enn haldið í vonina um mjúka lendingu.

Peninga­stefnu­nefnd Seðla­banka Banda­ríkjanna kemur saman síðar í þessum mánuði en Powell gaf lítið fyrir að vextir yrðu lækkaðir á þeim fundi.

„Við viljum vera alveg sann­færð um að verð­bólgan sé á niður­leið,“ sagði Powell á fundinum í Portúgal.