Hlut­hafa­fundur Ís­lands­banka, sem fram á Grand hótel Reykja­vík, hefst kl. 11:00 í dag. Á fundinum verður fjallað um sátt Ís­lands­banka við fjár­mála­eftir­lit Seðla­banka Ís­lands og við­brögð Ís­lands­banka við henni. Síðan er kosið til aðalstjórnar, vara­stjórnar og formanns stjórnar.

Hlut­hafa­fundur Ís­lands­banka, sem fram á Grand hótel Reykja­vík, hefst kl. 11:00 í dag. Á fundinum verður fjallað um sátt Ís­lands­banka við fjár­mála­eftir­lit Seðla­banka Ís­lands og við­brögð Ís­lands­banka við henni. Síðan er kosið til aðalstjórnar, vara­stjórnar og formanns stjórnar.

Ellefu einstaklingar keppast um sjö stjórnarsæti. Ljóst er að stjórnin mun taka breytingum en þrír sitjandi stjórnarmenn - Finnur Árnason, Guðrún Þorgeirsdóttir og Ari Daníelsson - gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.

Þann 18. júlí var skýrsla tilnefningarnefndar bankans birt. Hún lagði til að Linda Jónsdóttir og Stefán Pétursson verði kjörin ný í stjórnina. Jafnframt tilnefndi hún Lindu sem stjórnarformann bankans. Valnefnd Bankasýslu ríkisins tilnefndi Hauk Örn Birgisson til að taka sæti í stjórninni.

Stjórn Bankasýslunnar tilnefnir því eftirfarandi þrjá einstaklinga í stjórn bankans;

  • Anna Þórðardóttir, sitjandi stjórnarmaður
  • Agnar Tómas Möller, sitjandi stjórnarmaður
  • Haukur Örn Birgisson

Tilnefningarnefnd Íslandsbanka leggur til að auk þeirra sem stjórn Bankasýslan tilnefndi, verði eftirtaldir einstaklingar kjörnir í stjórn bankans:

  • Frosti Ólafsson, sitjandi stjórnarmaður
  • Valgerður Skúladóttir, sitjandi stjórnarmaður
  • Linda Jónsdóttir
  • Stefán Pétursson

Endanlegur framboðslisti var birtur á þriðjudaginn. Auk þeirra frambjóðenda sem voru tilnefndir gáfu eftirfarandi fjórir einstaklingar kost á sér.

  • Ásgeir Brynjar Torfason
  • Elín Jóhannesdóttir
  • Frosti Sigurjónsson
  • Helga Hlín Hákonardóttir

Helga Hlín, sem starfar sem ráðgjafi hjá Strategíu, sagði við Innherja í vikunni að Gildi lífeyrissjóður hefði óskað eftir því að hún myndi bjóða sig fram. Gildi er næst stærsti hluthafi Íslandsbanka með 7,94% hlut en einungis ríkissjóður fer með stærri hlut.

Hluthafafundurinn var boðaður að beiðni Bankasýslunnar í kjölfar sáttar bankans við Fjármálaeftirlitið. Í sáttinni, sem var birt 26. júní, kemur fram að bankinn hafi ekki starfað fylli­­lega í sam­ræmi við eðli­­lega og heil­brigða við­skipta­hætti og venj­ur í verð­bréfa­við­skipt­um vegna fram­­kvæmd­ar á út­boði á 22,5% eign­ar­hlut rík­is­ins í bank­an­um í mars 2022.

Ís­lands­banki féllst í kjöl­farið á á greiða 1,2 milljarða króna sekt sem er lang­hæsta sekt sem hefur verið lögð á fjár­mála­fyrir­tæki á Ís­landi.

Miklar breytingar hafa verið hjá Ís­lands­banka í sumar en Birna Einars­dóttir sagði starfi sínu lausu sem banka­stjóri bankans í kjöl­far sáttarinnar. Jón Guðni Ómars­son tók við sem banka­stjóri bankans.