Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Þórarinn G. Pétursson, varaseðlabankastjóri peningastefnu, gera grein ákvörðun bankans að lækka stýrivexti um 0,25 prósentur, úr 8,0% í 7,75%, á kynningarfundi sem hefst kl. 9:30.

Í yfirlýsingu peningastefnunefndar kemur fram að allir nefndarmenn hafi stutt ákvörðunina. Nefndin bar fyrir sig að verðbólga hafi haldið áfram að hjaðna og sagði útlit fyrir áframhaldandi hjöðnun verðbólgunnar. Þá hafi hægt á vexti eftirspurnar og spennan í þjóðarbúinu sé í rénun.

Nefndin sagði þó að enn væri verðbólguþrýstingur til staðar sem kalli á áframhaldandi þétt taumhald peningastefnunnar og varkárni við næstu vaxtaákvarðanir.