Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðarsdóttir, varaseðlabanki peningastefnu, gera grein fyrir ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að lækka stýrivexti úr 9,25% í 9,0% á fundi sem hefst kl. 9:30.
Nefndin vísaði í yfirlýsingu sinni til hjöðnun verðbólgunnar undanfarið og sagði að dregið hafi úr umfangi og tíðni verðhækkana. Undirliggjandi verðbólga hafi jafnframt minnkað og verðbólguálag á skuldabréfamarkaði lækkað.
Hins vegar kalli þrálát verðbólga, verðbólguvæntingar yfir markmiði og mikil innlend eftirspurn þó á varkárni. Því segir hún að viðhalda þurfi hæfilegu aðhaldsstigi til að komu verðbólgu í markmið innan ásættanlegs tíma.