Kynningarfundur Seðlabankans vegna vaxtaákvörðunar peningastefnunefndar hefst klukkan 9:30. Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði stýrivexti um 0,5 prósentur, úr 6,0% í 6,5% í morgun.
Á fundinum gera Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, Rannveig Sigurðardóttur, varaseðlabankastjóri peningastefnu og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, grein fyrir yfirlýsingu peningastefnunefndar og kynna efni Peningamála.
Nefndin lýsti því að verðbólguhorfur hefðu versnað frá síðasta fundi hennar, sem megi einkum rekja til nýgerða kjarasamninga sem feli í sér töluvert meiri launahækkanir en gert var ráð fyrir. Einnig hafi krónan veikst og útlit fyrir að aðhald fjárlaga verði minna en bankinn gerði ráð fyrir.
Í könnun sem Viðskiptablaðið gerði í síðustu viku meðal markaðsaðila átti 91% aðspurðra von á vaxtahækkun, en þar af spáðu langflestir ýmist hækkun um 0,25% eða 0,5%.
Fylgjast má með fundinum í beinni útsendingu hér að neðan: