Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, ræddi í viðtali í Viðskiptablaði vikunnar um sýn bankans að íslenska kauphöllin geti orðið nokkurs konar Norðurslóðakauphöll.

Hann telur að umræddar Norðurslóðaáherslur myndu gagnast þeim félögum sem þegar eru skráð í Kauphöllina en þau séu mörg hver með Norðurslóðatengingar. Hann nefnir þar m.a. sjávarútvegs-, skipa- og flugfélögin sem eru með starfsemi á þessum svæðum. Þá hafi Ísland margt fram á að færa í þróun ferðaþjónustu í nágrannalöndum okkar.

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, ræddi í viðtali í Viðskiptablaði vikunnar um sýn bankans að íslenska kauphöllin geti orðið nokkurs konar Norðurslóðakauphöll.

Hann telur að umræddar Norðurslóðaáherslur myndu gagnast þeim félögum sem þegar eru skráð í Kauphöllina en þau séu mörg hver með Norðurslóðatengingar. Hann nefnir þar m.a. sjávarútvegs-, skipa- og flugfélögin sem eru með starfsemi á þessum svæðum. Þá hafi Ísland margt fram á að færa í þróun ferðaþjónustu í nágrannalöndum okkar.

„Við höfum byggt upp mjög góða þekkingu í ferðaþjónustu á skömmum tíma. Þessi grein er stundum töluð niður, sagt að hún sé mannaflafrek og valdi verðbólgu. Það sást hins vegar í gegnum Covid-faraldurinn hversu vel tókst til að skala hana niður og hratt upp aftur. Það munar um þennan hreyfanleika á vinnuafli.“

Benedikt ber stöðu ferðaþjónustunnar á Íslandi við Danmörku og Kastrup-flugvöllinn í Kaupmannahöfn. Ef horft er til höfuðborgarsvæðis beggja landa þá er ferðamannafjöldi á hverja hundrað þúsund íbúa svipaður hér og í Danmörku.

„Danir tala ekkert sérstaklega um sig sem ferðamannaland, þetta er bara hluti af þeirra hagkerfi í dag. Á meðan að við hugum vel að innviðunum - sem mér sýnist við vera að gera, t.d. með stækkun Leifsstöðvar - þá er þetta bara ein af nokkrum mikilvægum stoðum hagkerfisins og við munum njóta góðs af því. Við erum með gríðarlega öflugan tengiflugvöll á Íslandi sem er að flytja ferðafólk yfir Atlantshafið í einhverri stærstu og arðbærustu flugleið sem maður finnur á hnettinum.“

Fréttin er hluti af lengra viðtali við Benedikt í Viðskiptablaðinu sem kom út á miðvikudaginn. Áskrifendur geta nálgast viðtalið í heild sinni hér.