Rekstrarhagnaður bandaríska bílaframleiðandans General Motors nam 3,8 milljörðum dala á fyrsta ársfjórðungi, eða sem nemur 520 milljörðum króna.

Það er talsvert meiri hagnaður en greinendur á markaði höfðu gert ráð fyrir. Þá hafa hagnaðarhorfur fyrirtækisins á árinu batnað verulega frá því sem áður var.

Velta GM jókst um 11% á milli ára og nam 40 milljörðum dala á fjórðungnum. Þar af var 32,9 milljarða dala velta í Norður-Ameríku. Pallbíllinn GMC Sierra og jeppinn Cadillac Escalade leiddu tekjuvöxtinn hjá félaginu á fjórðungnum, og er áfram sterk eftirspurn eftir slíkum bifreiðum þrátt fyrir mikinn vöxt í sölu rafbíla vestanhafs.

Rekstrarhagnaður bandaríska bílaframleiðandans General Motors nam 3,8 milljörðum dala á fyrsta ársfjórðungi, eða sem nemur 520 milljörðum króna.

Það er talsvert meiri hagnaður en greinendur á markaði höfðu gert ráð fyrir. Þá hafa hagnaðarhorfur fyrirtækisins á árinu batnað verulega frá því sem áður var.

Velta GM jókst um 11% á milli ára og nam 40 milljörðum dala á fjórðungnum. Þar af var 32,9 milljarða dala velta í Norður-Ameríku. Pallbíllinn GMC Sierra og jeppinn Cadillac Escalade leiddu tekjuvöxtinn hjá félaginu á fjórðungnum, og er áfram sterk eftirspurn eftir slíkum bifreiðum þrátt fyrir mikinn vöxt í sölu rafbíla vestanhafs.