Fjárfestingabankinn Gold­man Sachs vinnur nú að því að bjóða efnuðum við­skipta­vinum sínum að kaupa hlut í í­þrótta­liðum sem eru ekki skráð á markað.

Um er að ræða nýjung í fjár­festinga­banka­starf­semi bankans en sam­kvæmt The Wall Street Journal er verið að tengja saman þjónustu tengda sam­runum og yfir­tökum við fjár­mögnun í­þrótta­liða.

Mark­miðið er að efnaðir við­skipta­vinir bankans geti fjár­fest í í­þrótta­liðum og leik­vöngum þeirra en bankinn hefur ekki gefið frekari upp­lýsingar um fjár­festingar­mögu­leikann að svo stöddu.

Gold­man Sachs hefur heldur ekki viljað greina frá því hvaða í­þrótta­liðum standa við­skipta­vinum þeirra til boða að fjár­festa í.

Í gegnum tíðina hefur Gold­man Sachs unnið að alls konar sam­runum og yfir­tökum tengdum í­þrótta­liðum. Bankinn sá meðal annars um söluna á knatt­spyrnu­liðinu Chelsea, For­múlu 1 og hlut af Tennes­se Titans NFL-liðinu.