Fjárfestingabankinn Goldman Sachs vinnur nú að því að bjóða efnuðum viðskiptavinum sínum að kaupa hlut í íþróttaliðum sem eru ekki skráð á markað.
Um er að ræða nýjung í fjárfestingabankastarfsemi bankans en samkvæmt The Wall Street Journal er verið að tengja saman þjónustu tengda samrunum og yfirtökum við fjármögnun íþróttaliða.
Markmiðið er að efnaðir viðskiptavinir bankans geti fjárfest í íþróttaliðum og leikvöngum þeirra en bankinn hefur ekki gefið frekari upplýsingar um fjárfestingarmöguleikann að svo stöddu.
Goldman Sachs hefur heldur ekki viljað greina frá því hvaða íþróttaliðum standa viðskiptavinum þeirra til boða að fjárfesta í.
Í gegnum tíðina hefur Goldman Sachs unnið að alls konar samrunum og yfirtökum tengdum íþróttaliðum. Bankinn sá meðal annars um söluna á knattspyrnuliðinu Chelsea, Formúlu 1 og hlut af Tennesse Titans NFL-liðinu.