Usain Bolt, einn besti spretthlaupari sögunnar, hefur sótt um einkarétt á myndmerki af frægu fagni sínu. Hann lagði fram umsókn þess efnis í Bandaríkjunum í síðustu viku, að því er BBC greinir frá.
Bolt fagnaði gullmedalíum heimsmetum iðulega með því að halla sér aðeins aftur og benda með báðum höndum upp í loftið. Heimsmet Bolt í 100 og 200 metra hlaupi hefur ekki enn verið slegið og er hann því fljótasti maður sögunnar.
Í umsókn Bolt til bandarískra hugverkayfirvalda kemur fram að merkið sýni mann með aðra höndina beygða og bendi um leið á höfuð sitt, meðan hin hendin er útrétt og bendir upp á við. Spretthlauparinn fyrrverandi hyggst nota merkið á ýmsan varning sem hann stefnir á að gefa út, m.a. fatnað, skartgripi og skó. Auk þess muni merkið vera notað fyrir veitingastaði og íþróttabari.
Nú þegar íþróttaferill Bolt er á enda virðist ofangreint því vera liður í að stækka viðskiptaveldi hans.