Verð á bómull hefur lækkað að talsvert að undanförnu og náð sínu lægsta stigi frá því í október 2020. Verð á ICE framvirkum samningum með bómull fór undir 0,69 pund í þessum mánuði og er nú helmingi lægra en þegar það náði hæstu hæðum á tíu ára tímabili um mitt ár 2022.

Verð á bómull hefur lækkað að talsvert að undanförnu og náð sínu lægsta stigi frá því í október 2020. Verð á ICE framvirkum samningum með bómull fór undir 0,69 pund í þessum mánuði og er nú helmingi lægra en þegar það náði hæstu hæðum á tíu ára tímabili um mitt ár 2022.

Ein helsta ástæðan fyrir verðlækkuninni er mikil framleiðsluaukning í Brasilíu sem tók nýlega fram úr Bandaríkjunum sem stærsti útflytjandi bómullar í heimi.

Brasilía flutti út 12,4 milljónir bómullarbagga (e. cotton bales) á uppskerutímabilinu 2023-2024, samanborið við 11,8 milljónir hjá Bandaríkjunum og 5,8 milljónum hjá Ástralíu, þriðja stærsta útflytjanda bómullar í heimi, samkvæmt gögnum bandaríska landbúnaðarráðuneytisins.

Bómullarframleiðsla í Brasilíu hefur aukist jafnt og þétt síðastliðinn áratug, að því er segir í frétt Financial Times. Lágt verð fyrir korn hefur stuðlað að aukinni bómullarræktun í Mato Grasso héraðinu.

Eftirspurn á heimsvísu eftir bómull hefur einnig dregist saman frá Covid-faraldrinum, m.a. þar sem neytendur hafa í auknum mæli kosið pólýester eða manngerð gerviefni sem eru ódýrari, m.a. þar sem framleiðslan tekur skemmri tíma, en umhverfisspor þeirra er hins vegar töluvert meira.