Þingmenn Íhaldsflokksins munu í kvöld kjósa um vantrauststillögu á hendur Boris Johnson, forsætisráðherra landsins og formanni Íhaldsflokksins.

Til þess að víkja Johnson úr embætti þarf einfaldan meirihluta, 180 atkvæði. Samkvæmt núgildandi reglum Íhaldsflokksins munu þingmenn flokksins ekki geta lagt fram vantrauststillögu á hendur ráðherranum næstu 12 mánuðina takist Johnson að verjast vantraustinu.

Samkvæmt fréttFinancial Times eru bandamenn Johnson bjartsýnir á að hann nái að verjast vantraustinu. Þá verður hins vegar á brattann að sækja fyrir formanninn þar sem mikil ólga er innan flokksins meðal annars vegna brota á samkomutakmörkunum í Downingstræti 10 í heimsfaraldrinum.