Boris Johnson forsætisráðherra Breta og Peter Andrew Cruddas, sem situr í bresku lávarðadeildinni, ræddu saman yfir hádegisverði á föstudag.

Cruddas setti af stað undirskriftasöfnunina „Bring Boris back“ sem yfir 10 þúsund flokksmenn Íhaldsflokksins hafa skrifað undir.

Í samtali við The Telegraph sagði Cruddas að Boris hefði sagt honum í hádegisverðinum að hann væri honum afar þakklátur fyrir að hafa hrundið undirskriftasöfnuninni af stað. Boris sagði jafnframt að ef hann ef hann fengi stuðning flokksmanna þá myndi hann halda áfram bæði sem forsætisráðherra og leiðtogi Íhaldsflokksins.

Flokksmenn Íhaldsflokksins eru tæplega 200 þúsund og líkurnar á því að þetta takist eru minni en meiri.

Alls ekki af baki dottinn

Boris Johnson hefur verið iðinn undanfarna viku. Á laugardaginn birti skrifstofa forsætisráðherrans myndband af Boris þar sem hann tekur þátt í heræfingu. Á æfingunni voru breskir hermenn að kenna úkraínskum hermönnum á ýmis hertól og tæki

Boris kvaddi einnig breskan þingheim í síðustu viku með orðunum Hasta la vista baby, eða sjáumst síðar.