Bugghúsum í Bretlandi fækkaði um níu á síðasta ársfjórðungi og fór úr 1.826 niður í 1.817 samkvæmt gögnum frá Society of Independent Brewers (SIBA) en viðskiptablað The Guardian greinir frá.
Samkvæmt SIBA eru brugghús að glíma við erfiðar aðstæður um þessar mundir vegna verðlagshækkana og verri viðskiptakjara.
Andy Slee forstjóri SIBA segir þó að staðan sé betri en spár gerðu ráð fyrir.
Hann fagnaði ákvörðun Rishi Sunak forsætisráðherra að hækka ekki álögur á kranabjór í síðustu fjárlögum en Slee segir það hafa verið lífsbjörg.
„Breska ölið er kannski volgt en áfengisgjaldið er frosið,“ sagði Sunak á þinginu í vor þegar hann kynnti tillögurnar.