Áform Mark Zuckerberg, stofnanda og forstjóra Meta, um að byggja gervigreindargagnaver í Bandaríkjunum knúið af kjarnorku, hafa verið sett á ís.

Hindrunin reyndist vera sjaldgæfar býflugur sem fundust á fyrirhuguðu svæði fyrir verkefnið. Þetta kom fram í máli Zuckerberg á fundi félagsins nýlega.

Helstu keppinautar Meta, tæknifyrirtækin Google, Amazon og Microsoft, hafa þegar gert samninga við kjarnorkuver um útvegun orku fyrir gervigreindargagnaver sín. Með hraðri þróun gervigreindarmódela hefur orkuþörf gagnavera þessara félaga stóraukist. Til dæmis þarf ein fyrirspurn í gegnum gervigreind allt að tíu sinnum meiri orku samanborið við hefðbundna leit í gegnum Google.